Innlent

Halla og Davíð bæta við sig

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Guðni Th. hefur enn töluvert forskot á hina forsetaframbjóðendurna.
Guðni Th. hefur enn töluvert forskot á hina forsetaframbjóðendurna. Vísir

Ný könnun sem Gallup gerði fyrir stuðningsmenn Davíðs Oddssonar daganna 19 – 25. maí gefur til kynna að Halla Tómasdóttir og Davíð Oddsson séu að bæta við sig fylgi.

Spurt var; „Ef eftirfarandi væru í framboði til embættis forseta Íslands, hvert þeirra myndir þú kjósa ef kosið yrði til forseta í dag?“.

Könnunin var framkvæmd í gegnum netið þar sem 1.429 þátttakendum var boðið að taka þátt. Þar af svöruðu 817 (57,2%). Þrjú prósent af þeim sem svöruðu sögðust ætla að skila auðu en 177 þeirra tóku ekki afstöðu.

Samkvæmt niðurstöðunum vilja 57% aðspurða Guðna Th. Jóhannesson sem næsta forseta en næstur á eftir honum er Davíð Oddsson sem nýtur stuðning 22% aðspurða. Um 10,9% völdu Andra Snæ Magnason en athygli vekur að 5,4% völdu Höllu Tómasdóttur en það er meira en tvöföldun þess fylgis sem hún mældist með í könnun MMR sem birt var í Fréttablaðinu og Vísi í morgun.

Miðað við þá könnun fer stuðningur við Höllu og Davíð vaxandi. Fylgi við Andra Snæ stendur í stað á meðan forskot Guðna Th. á aðra frambjóðendur minnkar örlítið.

Samkvæmt þessu verður Höllu Tómasdóttur boðið að taka þátt í kappræðunum sem fréttastofa 365 stendur fyrir á morgun.

Aðrir frambjóðendur með 4,6% samtals
Engir aðrir forsetaframbjóðendur ná 2% markinu samkvæmt þessari nýju könnun. Ástþór Magnússon fær 1,7%, Sturla Jónsson með 1,2%, Hildur Þórðardóttir með 0,8%, Guðrún Margrét Pálsdóttir með 0,4% og Elísabet Jökulsdóttir með 0,3%.

Fylgi Magnúsar Ingiberg Jónsson mælist í þessari könnun sem 0,2% en hann náði ekki að skila inn nægilega mörgum meðmælum til yfirkjörstjórna og verður því ekki með á kjörseðlinum.


Tengdar fréttir

Guðni Th. enn með langmest fylgi

Guðni Th. Jóhannesson heldur forystunni með 65,6 prósent fylgi. Næstur á eftir honum er Davíð Oddsson með 18,1 prósent fylgi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.