Enski boltinn

Englandsmeisturunum fagnað eins og þjóðhetjum við komuna til Bangkok | Myndir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kasper Schmeichel, Claudio Ranieri og Shinji Okazaki
Kasper Schmeichel, Claudio Ranieri og Shinji Okazaki vísir/afp
Nýkrýndir Englandsmeistarar Leicester City fengu höfðinglegar móttökur við komuna til Bangkok, höfuðborgar Tælands, í dag.

Eigandi Leicester, Vichai Srivaddhanaprabha, er tælenskur og hann skipulagði ferð fyrir meistarana til heimalands síns.

Claudio Ranieri og leikmönnum Leicester var fagnað eins og þjóðhetjum þegar þeir lentu á Suvarnabhumi flugvellinum í Bangkok og þeir virtust hinir ánægðustu með móttökurnar.

Sjá einnig: Sjáðu Bensinn sem allir leikmenn Leicester fá frá eigandanum

Leicester er eitt vinsælasta liðið í Tælandi og í dag er nær ómögulegt að kaupa treyju liðsins því þær eru nær allar uppseldar.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá móttökunum sem Leicester-menn fengu við komuna til Bangkok.

Varnarmennirnir Wes Morgan, Robert Huth og Christian Fuchs voru sáttir með móttökurnar í Bangkok.vísir/afp
Kóngurinn sjálfur.vísir/afp
Leicester nýtur mikilla vinsælda í Tælandi.vísir/afp

Tengdar fréttir

Ranieri fær nýtt samningstilboð

Englandsmeistarar Leicester City hafa augljóslega engan áhuga á því að missa stjórann sinn, Claudio Ranieri.

Ranieri undirbýr tilboð í Gylfa

Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Swansea og íslenska landsliðsins, er sagður á óskalista Englandsmeistarana í Leicester.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×