Fótbolti

Sara Björk segir ekkert um Wolfsburg

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Sara Björk fer frá Rosengård en vill ekki segja hvert.
Sara Björk fer frá Rosengård en vill ekki segja hvert. vísir/getty

Sara Björk Gunnarsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, vildi ekkert segja um möguleg vistaskipti sín til Wolfsburg þegar Vísir hafði samband við hana í dag.

Sænski fréttamiðillinn Sydsvenskan greindi frá því í dag að Sara Björk ætlaði ekki að vera áfram í Svíþjóð en hún væri búin að komast að niðurstöðu, í samstarfi við FC Rosengård, að endurnýja ekki samninginn sinn.

Sydsvenskan fullyrðir svo að Sara Björk sé á leið til þýska stórliðsins Wolfsburg sem er komið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en það er búið að vera eitt besta lið Evrópu undanfarin ár.

„Eina sem ég get sagt núna er að ég mun ekki semja aftur við Rosengård,“ segir Sara Björk í samtali við Vísi, en hún hefur spilað með liðinu í fimm ár og orðið Svíþjóðarmeistari fjórum sinnum.

Aðspurð hvort það væri eitthvað til í fréttunum um Wolfsburg svaraði Sara Björk: „Það er ekkert sem ég get staðfest. Það var ekki talað við mig í tengslum við þessar fréttir. Þetta er ekki komið frá mér. Ég get ekkert sagt um þetta.“


Tengdar fréttir



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.