Enski boltinn

Sjáðu Bensinn sem allir leikmenn Leicester fá frá eigandanum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Allir fá bíl.
Allir fá bíl. vísir/getty
Dagarnir verða alltaf betri og betri fyrir nýkrýnda Englandsmeistara Leicester en Refirnir urðu meistarar í fyrsta sinn í sögu félagsins á mánudagskvöldið án þess að spila þegar Chelsea og Tottenham gerðu jafntefli, 2-2.

Meistararnir þurfa ekki að hafa áhyggjur af bílakaupum á næstunni því eigandinn og stjórnarformaðurinn Vichai Srivaddhanaprabha ætlar að splæsa eins og einum bens á alla 30 leikmennina í hópnum.

Samkvæmt frétt Daily Mail fá allir leikmennirnir Mercedes Bens B-Class rafmagnsbíl sem kostar tilbúinn á götuna rétt tæpar sex milljónir króna. Bílaflotinn kostar milljarðamæringinn því í heildina 173,5 milljónir króna.

Þá er Srivaddhanaprabha búinn að gefa knattspyrnustjóranum Claudio Ranieri og öllum leikmönnunum partíferð til Las Vegas þar sem enginn þarf að rífa upp veskið.

Allt þetta fá leikmennirnir auk þess sem þeir skipta svo á milli sín 6,5 milljóna punda bónusnum sem þeir fá samkvæmt samkomulagi liðanna viða forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar.

Mercedes B-Class. Þennan fá leikmenn Leicester.mynd/mercedes

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×