Íslenski boltinn

Lið hafa ekki náð að vinna Valsmenn í Meistarakeppninni síðan 1989

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Valsmaðurinn Kristinn Freyr Sigurðsson.
Valsmaðurinn Kristinn Freyr Sigurðsson. Vísir/Stefán
Valsmenn urðu í gær meistarar meistaranna í níunda sinn þegar bikarmeistararnir frá Hlíðarenda unnu Íslandsmeistara FH í vítakeppni.

Leikurinn endaði með 3-3 jafntefli eftir að Guðjón Pétur Lýðsson jafnaði metin með marki beint úr aukaspyrnu á 90. mínútu. Valsmenn unnu síðan vítakeppnina 4-1.

Ekkert félag hefur unnið Meistarakeppnina oftar en Valsmenn eru nú komnir með þriggja titla forskot á Keflavík, Fram og FH.

Valsmenn eru jafnframt ósigraðir í Meistarakeppninni síðan 1989 en þetta var sjötti sigur liðsins í röð í leik um meistara meistaranna.

Valsmenn unnu FH-inga líka 2008 og 2006 en höfðu unnið ÍA, Víking og Fram þegar þeir unnu Meistarakeppnina þrjú ár í röð frá 1991 til 1993.

Valsmenn töpuðu síðasta í Meistarakeppninni 16. maí 1989 þegar Fram vann Val 3-1 á Gervigrasvellinum í Laugardal.



Síðustu tíu leikir Valsmenna í Meistarakeppni KSÍ:

2016 - Sigur á FH í vítakeppni eftir 3-3 jafntefli

2008 - 2-1 sigur á FH

2006 - 1-0 sigur á FH

1993 - 2-1 sigur á ÍA

1992 - 3-1 sigur á Víkingum

1991 - 2-1 sigur á Fram

1989 - 3-1 tap fyrir Fram

1988 - 4-3 sigur á Fram

1986 - 2-1 tap fyrir Fram

1981 - 1-0 tap fyrir Fram


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×