Innlent

Myrti konu sína og svipti sig síðan lífi

Nanna Elísa Jakobsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa
Frá Akranesi.
Frá Akranesi. Vísir/GVA

Karlmaður á sjötugsaldri myrti konu sína með skotvopni í nótt og svipti sig síðan lífi á heimili þeirra í fjölbýlishúsi á Akranesi. Konan var á sextugsaldri.

Lögreglumenn fundu fólkið í íbúðinni um hádegisbil í dag samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vesturlandi sem hefur málið til rannsóknar. 

Í tilkynningu segir að ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

Uppfært kl. 18.51:

Lögreglan á Vesturlandi naut aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra þegar athugað var með fólkið í dag en lögregla hefur þó ekki áður þurft að hafa afskipti af manninum. Þetta staðfestir rannsóknarlögreglan á svæðinu í samtali við Vísi.

Í samtali við RÚV segir lögregla skráð skotvopn á heimilinu ástæðuna fyrir því að sérsveitin var fengin til aðstoðar. Lögregla fékk tilkynningu í morgun um að konan hefði ekki mætt í vinnuna, það var talið óeðlilegt og ekki náðist samband við hana.

Samkvæmt heimildum Vísis starfar konan í Grundaskóla á Akranesi og hefur gert síðastliðin tíu ár. Tilkynnt var um andlát í skólanum í morgun. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.