Innlent

Varð ekki vör við skothvelli

Snærós Sindradóttir skrifar
Vísir/GVA
Konan sem myrt var á Akranesi aðfaranótt miðvikudags hafði starfað í Grundaskóla í um tíu ár. Hún er af rússnesku bergi brotin en maður hennar, sem fyrirfór sér í kjölfar voðaverksins, er Íslendingur og var á sjötugsaldri.

„Að sjálfsögðu erum við harmi slegin," segir Hrönn Ríkharðsdóttir, skólastjóri Grundaskóla. Hún vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið.

Foreldrar barna í Grundaskóla fengu sent bréf um andlát konunnar í gær, miðvikudag en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður haldin athöfn fyrir nemendur skólans í minningu konunnar.



Bæjarbúar eru felmtri slegnir vegna atburðarins. „Þetta er bara harmleikur,“ segir Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri Akraness.

Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu myrti maðurinn konu sína með skotvopni áður en hann fyrirfór sér. Þau bjuggu í fjölbýlishúsi. Lilja Jónsdóttir, nágranni hjónanna, segist ekki hafa orðið vör við skothvelli eða læti um nóttina. „Þau voru nágrannar mínir en ég þekkti hana ekkert mjög vel. En ég var vel málkunnug henni.“

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. apríl. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×