Innlent

Nöfn hjónanna sem fundust látin á Akranesi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Lögreglan á Vesturlandi rannsakar málið.
Lögreglan á Vesturlandi rannsakar málið.

Hjónin, sem fundust látin í íbúð fjölbýlishúss á Akranesi um hádegisbilið í gær, hétu Guðmundur Valur Óskarsson og Nadezda Edda Tarasova.

Voru þau til heimilis að Tindaflöt 3 á Akranesi. Telur lögregla að Guðmundur Valur hafi skotið eiginkonu sína til bana áður en hann svipti sig lífi.

Nadezda Edda fæddist í Rússlandi árið 1961, og var 54 ára þegar hún lést. Hún lætur eftir sig uppkomna dóttur í heimalandinu. Þau Guðmundur höfðu verið gift í um áratug og áttu engin börn saman.

Guðmundur Valur var fæddur árið 1952. Hann lætur eftir sig fjögur uppkomin börn. Einnig átti hann son sem hann missti í umferðarslysi á Akranesi árið 2008, sem þá var á nítjánda aldursári. Hafði Guðmundur glímt við langvarandi veikindi. Frá þessu er greint á vef RÚV.
Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.