Glamour

Er skyggður afturendi næsta trend?

Ritstjórn skrifar
Glamour/Instagram
Það hefur ekki farið framhjá neinum sem hefur minnsta áhuga á förðun að „contouring“ eða ýkt skygging hefur tröllriðið förðunarheiminum undanfarin tvö ár eða svo.

Eftir að hafa horft á fjöldan allan af tilfærslum við skyggingarnar á Instagram, clown contouring, doppótt contouring og fleira, þá héldum við að við hefðum séð þetta allt. En nei. 

Nú hefur verið birt stutt myndband á Instagram síðunni LiveGlam þar sem stúlka skyggir á sér afturendan. Já, það er komið að því.

Þá er bara spurningin hvort fólk fari að dunda sér við þetta fyrir sundferðir sumarins. En sjón er sögu ríkari.


Tengdar fréttir

Contouring krísa lætur á sér kræla

Öfgafull andlitsskygging eða Contouring, er aðferð þar sem ndurmótun andlitsins er í hávegum höfð, og framkvæmd með með dökkum litum. Hefur aðferðin átt upp á snyrtiborðið hjá íslenskum konum undanfarið. Nú hefur trendið náð hámarki og má með sanni segja að viðbrögðin séu ansi misjöfn.






×