Innlent

Bjarni: „Erum fyrir ýmsa starfsemi ágætis skattaskjól“

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
„Svo er ágætt í þessari breiðu umræðu sem menn hafa aðeins verið að efna til hér um samkeppni landa í skattamálum að minna á það að við erum fyrir ýmsa starfsemi ágætis skattaskjól," sagði Bjarni.
„Svo er ágætt í þessari breiðu umræðu sem menn hafa aðeins verið að efna til hér um samkeppni landa í skattamálum að minna á það að við erum fyrir ýmsa starfsemi ágætis skattaskjól," sagði Bjarni. Vísir/Pjetur
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir Ísland fyrir ýmsa starfsemi „ágætis skattaskjól“. Nefnir hann í því samhengi kvikmyndaiðnaðinn og skattgreiðslur stóriðjufyrirtækja. Hins vegar séu aflandsfélögin sérstakt viðfangsefni sem stjórnvöld þurfi að beita sér gegn.

„Eigum við að nefna kvikmyndaiðnaðinn þar sem við borgum 20 prósent til baka af öllum innlendum kostnaði, erum að stefna á 25 prósent. Eða varanlegan afslátt af sköttum til stóriðjufyrirtækja sem hafa verið afgreiddir á síðasta ári og svo framvegis,“ sagði Bjarni í sérstakri umræðu um viðbrögð stjórnvalda við skattaskjólum á Alþingi í dag.

„Lönd verða áfram í samkeppni um skattamál, aflandsmálin eru sérstakt viðfangsefni og þar er alþjóðlega samstarfið algjörlega kjarnaatriði fyrir árangur okkar á því sviði,“ bætti hann við.

Bjarni sagði ítrekað vegið að trúverðugleika ríkisstjórnar í málum er varða skattsvik. Stjórnvöld hafi þó í lengri tíma verið virk í alþjóðlegu samstarfi um að uppræta rót vandans – löngu áður en umræður um aflandsfélög komu upp.

„Við höfum sett fjármuni í að kaupa gögn af þessum toga á síðasta ári til þess að stofnanir okkar sem hafa það sérstaka hlutverk að ná í skottið á svikurunum, hefðu tækin og tólin og stuðning stjórnvalda til þess að sinna sínu hlutverki. Þetta eru skýr merki um forgangsröðun ríkisstjórnar sem ætlar ekki að sætta sig við skattsvik.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×