Tónlist

Ómar Quarashi gabbaði vini sína

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Plötukápan var hin glæsilegasta.
Plötukápan var hin glæsilegasta. Vísir/Ómar Hauksson

Þeir aðdáendur Ómars Haukssonar rappara úr Quarashi sem hlupu niður í plötubúð í dag til þess að næla sér í eintök af nýrri vínylbreiðskífu hans gripu í tómt. Þar var nefnilega um aprílgabb Ómars að ræða en hann póstaði tilkynningu um óvænta útgáfu sína með ljósmynd á Facebook-vegg sínum í morgun.

Ómar starfar sem grafískur hönnuður og náði því í morgun að framleiða afar trúverðuga mynd af vínylplötu sem átti að hafa komið til landsins. Hún var undir listamannanafni hans Swarez og hét hinu skemmtilega nafni „Oh Mar“.

Þó nokkrir virðast hafa gleypt við gabbinu en ekki er vitað hversu margir spurðu um hana í plötubúðum bæjarins.

Hins vegar, má alveg velta sér upp úr því að víst að viðbrögðin voru á þessa leið hvort það sé ekki einfaldlega kominn tími til þess að rapparinn slái til og gefi út sína fyrstu sólóplötu?


Tengdar fréttir

Nýtt lag frá Halleluwah

Tvíeykið Halleluwah hefur sent frá sér sína aðra smáskífu af breiðskífu sinni sem kom út fyrr á árinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira