Innlent

Boða til mótmæla við Bessastaði

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Mótmælendur á Austurvelli í gær.
Mótmælendur á Austurvelli í gær. Vísir/Vilhelm

Búið er að boða til mótmæla á Bessastöðum klukkan 14:30 í dag en þar munu fara fram tveir ríkisráðsfundir, annars vegar klukkan 14 og hins vegar klukkan 15.

Á þeim fyrri mun ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fara frá völdum en á þeim seinni mun ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar taka við.

Á Facebook-síðu mótmælanna eru þau kölluð og þriðji og hálfi í mótmælum en seinustu þrjá daga hefur verið mótmælt á Austurvelli. Þá er búið að boða til mótmæla þar í dag klukkan 17.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.