Handbolti

Búnir að safna fyrir Hreiðari Levý | Verður næsti markvörður HTH í Noregi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hreiðar Levý Guðmundsson.
Hreiðar Levý Guðmundsson. Vísir/Ernir
Hreiðar Levý Guðmundsson verður næsti markvörður norska úrvalsdeildarliðsins Halden Topphåndball en félagið stöð fyrir vel heppnaðri söfnun fyrir nýjum markverði liðsins.

Markvörður HTH liðsins, Rasmus Bech, er á leið til Þýskalands og Hreiðar mun nú leysa hann af hólmi en Hreiðar er með reynslu úr norska boltanum síðan hann lék með Nøtterøy við góðan orðstír.

Félagið vantaði 100 þúsund norskar krónur eða eina og hálfa milljón íslenskra króna til að eiga fyrir nýjum markverði. Söfnunin gekk vonum framar og alls hafa safnast 130 þúsund norskar krónur eða rétt tæplega tvær milljónir íslenskra króna.

Sá sem hefur gefið mest í söfnunina er Green Jobs v / Dan Mario Røian sem gáfu 15 þúsund norskar krónur. Söfnuninni lýkur í kvöld en þeir sem gefa mest frá áritaða treyju liðsins með nöfnum allra leikmanna liðsins og að auki markmannstreyju áritaða af Hreiðari Levý sjálfum.

Hreiðar Levý Guðmundsson hefur staðið í marki Akureyrar á þessu tímabili og liðið er að spila úrslitaleik um sjöunda sætið á móti Fram í kvöld.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×