Enski boltinn

Benitez: Newcastle er sofandi risi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Benitez á hliðarlínunni í leik Newcastle gegn Leicester á dögunum sem var hans fyrsti leikur.
Benitez á hliðarlínunni í leik Newcastle gegn Leicester á dögunum sem var hans fyrsti leikur. vísir/getty

Rafa Benitez, nýráðinn stjóri Newcastle, hefur fulla trú á því að þeir svart-hvítu úr norðrinu geti haldið sér uppi í ensku úrvalsdeildinni. Newcastle á risaleik framundan í dag.

„Ég ákvað að koma því ég vissi hversu stór klúbburinn væri; stuðningsmennirnir, leikvangurinn, allt. Þú getur séð að þetta er sofandi risi," sagði Benitez.

„Síðan hugsaru að með þinni reynslu og að tala við alla hjá klúbbnum, geturu séð það að ef við höldum okkur uppi, getum við afrekað því hér eru hæfileikar."

Newcastle mætir Sunderland í fall- og grannaslag í norðinu klukkan 13.30, en Benitez er fullur sjálfstrausts.

„Á þessum tímapunkti er mitt verk að gefa leikmönnunum sjálfstraust til að vinna leiki og að halda sér í úrvalsdeildinni. Ég held að við getum það."

„Ef við höldum okkur uppi er ég viss um að við munum bæta okkur mikið. Ég hef tilfinningu fyrir því að við höldum okkur uppi og allt verður gott. Ég er viss um að næsta tímabilið verði frábært tímabil," sagði Benitez að lokum.

Leikur Sunderland og Newcastle verður í þráðbeinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2/HD.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira