Körfubolti

Valencia missteig stig gegn fallbaráttuliði

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jón Arnór í leik með íslenska landsliðinu, en hann er á mála hjá Valencia.
Jón Arnór í leik með íslenska landsliðinu, en hann er á mála hjá Valencia. vísir/valli

Jón Arnar Stefánsson og félagar í Valencia misstigu sig hrikalega í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag þegar þeir töpuðu fyrir næst neðsta liði deildarinnar, Estudiantes, á heimavelli, 68-62.

Estudiantes byrjaði af miklum krafti og var sjö stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, en þá tóku heimamenn í Valencia við sér og jöfnuðu fyrir hlé, 37-37.

Gestirnir í Esudiantes byrjuðu síðari hálfleikinn vel og unnu þriðja leikhlutann með sex stigum og dramatíkin var mikil á lokamínútum leiksins.

Þegar tvær mínútur voru eftir minnkuðu heimamenn muninn í eitt stig, 61-62. Nær komust þeir ekki og botnbaráttuliðið með frábæran sigur, 68-62.

Jón Arnór skoraði sex stig á þeim tæpum nítján mínútum sem hann spilaði, en einnig gaf hann eina stoðsendingu fyrir Valencia sem heldur öðru sætinu í kjölfar tap Real Madrid gegn Iberostar.
Fleiri fréttir

Sjá meira