Enski boltinn

„Ein versta frammistaða sem ég hef séð í ensku úrvalsdeildinni“

T'omas Þór Þórðarson skrifar
Martin Demichelis átti erfiðan dag í vinnunni.
Martin Demichelis átti erfiðan dag í vinnunni. vísir/getty
Manchester United vann gríðarlega þýðingarmikinn sigur á samborgurum sínum í Manchester City, 1-0, í borgarslagnum í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Með sigrinum hélt United sér á lífi í baráttunni um Meistaradeildarsæti sem er eins gott því liðið er úr leik í Evrópudeildinni, en sigur þar er bakdyraleið inn í Meistaradeildina.

Marcus Rashford skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik. Táningurinn reykspólaði framhjá argentínska miðverðinum Martin Demichelis og lagði boltann í netið. Varnartilburðir Demichelis voru ekki til útflutnings og fékk hann að heyra það eftir leik.

„Marcus Rashford var magnaður í þessum leik,“ sagði Robbie Savage sem greindi leikinn í útvarpi BBC að honum loknum.

„Frammistaða Martin Demichelis var ein sú versta sem ég hef séð hjá leikmanni í ensku úrvalsdeildinni. City-liðið var skelfilegt.“

„Þegar Louis van Gaal þarf alvöru frammistöðu frá sínu liði þá spilar liðið vel og nú er United aðeins einu stigi á eftir Manchester City,“ sagði Robbie Savage.


Tengdar fréttir

Rashford hetjan í grannaslagnum | Sjáðu markið

Hinn átján ára gamli Marcus Rashford reyndist hetja Manchester United í grannaslagnum gegn Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í dag, en United vann 0-1 sigur á Etihad.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×