Enski boltinn

Hart og Sterling frá í mánuð

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hart eftir að hann meiddist í gær.
Hart eftir að hann meiddist í gær. vísir/getty

Leikur Man. City og Man. Utd var dýr fyrir lið City á margan hátt.

Ekki bara tapaði City leiknum, 0-1, heldur meiddust tveir af lykilmönnum liðsins. Markvörðurinn Joe Hart og Raheem Sterling.

Stjóri liðsins, Manuel Pellegrini, á ekki von á því að geta nýtt krafta leikmannanna næsta mánuðinn.

„Svona meiðsli eru þess eðlis að leikmenn eru ekki klárir fyrr en mánuði síðar,“ sagði Pellegrini súr eftir leikinn.

Þetta þýðir að þeir munu ekki getað spilað með enska landsliðinu í komandi leikjum og missa af rimmunni gegn PSG í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.


Tengdar fréttirFleiri fréttir

Sjá meira