Fótbolti

Eiginkonur og kærustur ekki velkomnar á hótelið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Chris Coleman.
Chris Coleman. vísir/getty

Chris Coleman, landsliðsþjálfari Wales, vill ekki neina truflun hjá liðinu á meðan riðlakeppni EM fer fram.

Eiginkonur, kærustur og aðrir fjölskyldumeðlimir eru ekki velkomin á liðshótelið á meðan riðlakeppnin fer fram. Þetta bann nær líka yfir þjálfarana.

„Það eru þrír leikir á tíu dögum og við höfum engan tíma til að hugsa um neitt annað en fótbolta,“ sagði Coleman en þetta er í fyrsta skipti síðan 1958 sem Wales kemst í lokakeppni stórmóts.

Eftir riðlakeppnina kemur sex daga frí fyrir liðin sem komast áfram. Þá er Coleman opinn fyrir því að leyfa leikmönnum að hitta fjölskyldumeðlimi.

Unnusta stjörnu liðsins, Gareth Bale, á von á barni skömmu fyrir mót og það gæti sett strik í reikninginn í undirbúningi Bale.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira