Fótbolti

Eiginkonur og kærustur ekki velkomnar á hótelið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Chris Coleman.
Chris Coleman. vísir/getty
Chris Coleman, landsliðsþjálfari Wales, vill ekki neina truflun hjá liðinu á meðan riðlakeppni EM fer fram.

Eiginkonur, kærustur og aðrir fjölskyldumeðlimir eru ekki velkomin á liðshótelið á meðan riðlakeppnin fer fram. Þetta bann nær líka yfir þjálfarana.

„Það eru þrír leikir á tíu dögum og við höfum engan tíma til að hugsa um neitt annað en fótbolta,“ sagði Coleman en þetta er í fyrsta skipti síðan 1958 sem Wales kemst í lokakeppni stórmóts.

Eftir riðlakeppnina kemur sex daga frí fyrir liðin sem komast áfram. Þá er Coleman opinn fyrir því að leyfa leikmönnum að hitta fjölskyldumeðlimi.

Unnusta stjörnu liðsins, Gareth Bale, á von á barni skömmu fyrir mót og það gæti sett strik í reikninginn í undirbúningi Bale.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×