Sport

Sjáðu einvígi íslensku ofurkvennanna | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Katrín Tanja Davíðsdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir.
Katrín Tanja Davíðsdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir. Vísir/GVA/Instagram Söru
Íslensku krossfitkonurnar Katrín Tanja Davíðsdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir háðu magnaða keppni um titilinn hraustasta kona heims í Bandaríkjunum síðasta sumar og á dögunum áttust þær við í fyrsta skiptið síðan þá.

Katrín Tanja og Ragnheiður Sara voru þá að keppa á The Open sem er fyrsta undankeppni fyrir Reebok-heimsleikana 2016.

Íslensk íþróttafólk hefur verið áberandi á heimsleikunum undanfarin ár og Katrín Tanja fylgdi í fótspor Anníe Mist Þórisdóttur og tryggði Íslandi þriðja gullið á fimm árum í hitanum í Kaliforníu í júlí í fyrra.

Sjá einnig:Katrín Tanja vann heimsleikana í CrossFit

Hraustasta kona heims 2015, Katrín Tanja, keppti í æfingu vikunnar á laugardagskvöldið og það þótti við hæfi að hún keppti þar við löndu sína.

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir var lengi vel í forystu í keppninni í fyrrasumar en gaf eftir í lokin og varð að sætta sig við þriðja sætið. Katrín Tanja átti flottan lokasprett og tryggði sér sigurinn.

Ragnheiður Sara ætlaði ekki að láta það gerast aftur og mætti í hefndarhug í keppnina á The Open.

Sjá einnig:Íslenski heimsmeistarinn: Erum spurð hvað sé í vatninu hérna heima

Hér fyrir neðan má sjá þær Katrínu Tönju Davíðsdóttur og Ragnheiði Söru Sigmundsdóttur eigast við í fjórðu umferð keppninnar en að venju voru þær frábærir fulltrúar íslensku þjóðarinnar í heimi krossfitsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×