Körfubolti

Gummi Steinars vill ekki tjá sig um Twitter-málið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Guðmundur í leik með Keflavík gegn FH árið 2012. Það var hans síðasta leiktíð með Keflavík.
Guðmundur í leik með Keflavík gegn FH árið 2012. Það var hans síðasta leiktíð með Keflavík. vísir/vilhelm

Keflvíska knattspyrnugoðsögnin Guðmundur Steinarsson vildi ekki ræða Twitter-málið er Vísir heyrði í honum í dag.

Tíst sem hann birti í gærkvöldi hleypti illa blóði í marga Njarðvíkinga. Nú í dag birti Víkurfréttir frétt um að knattspyrnudeild Njarðvíkur ætlaði að funda vegna ummælanna. Guðmundur er þjálfari karlaliðs Njarðvíkur í fótbolta.

Sjá einnig: Þjálfari Njarðvíkinga segir veru Bonneau hér á landi vera mikið leikrit

Guðmundur vissi ekki af þessum fundi en sagði að knattspyrnudeildinni væri að sjálfsögðu frjálst að funda um það sem þeir vildi.

Sjálfur er hann í fríi með fjölskyldu sinni erlendis og kemur ekki heim fyrr en eftir tvo daga.

Guðmundur virtist hissa á þessu fjaðrafoki er Vísir heyrði í honum áðan en vildi ekki láta hafa neitt eftir sér um málið.

Flestir knattspyrnuáhugamenn þekkja til Guðmundar sem var frábær knattspyrnumaður á sínum tíma. Hann er bæði leikja- og markahæsti leikmaður í sögu Keflavíkur.

Að neðan má sjá samskipti Guðmundar og Loga Gunnarssonar, leikmanns körfuknattleiksliðs Njarðvíkur, á Twitter í dag.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira