Fótbolti

Belgískir landsliðsmenn tjá sig um hryðjuverkin í Brussel

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Belgíska landsliðið.
Belgíska landsliðið. Vísir/Getty
Belgíska landsliðið í fótbolta er statt í Brussel þar sem liðið er að undirbúa sig fyrir vináttulandsleik á móti Portúgal á næstu dögum.

Æfingu liðsins í dag var frestað vegna hryðjuverkanna í Brussel og landsliðsmennirnir hafa margir sent kveðjur til þjóðar sinnar á Twitter.

Margir leikmanna liðsins eru vel þekktir enda spila þeir með mörgum af bestu knattspyrnuliðum Englands.

Hér fyrir neðan má sjá skilaboð frá mönnum eins og Thibaut Courtois, markverði Chelsea, Toby Alderweireld, miðverði Tottenham, Marouane Fellaini, miðjumanni Manchester United, Simon Mignolet, markverði Liverpool, Kevin De Bruyne, miðjumanni Manchester City og Christian Benteke, framherja Liverpool og Vincent Kompany, fyrirliða Manchester City.

Belgar eru með frábært landslið og er liðið til alls líklegt á Evrópumótinu í sumar þar sem þeir eru með Írum, Svíum og Ítölum í riðli.

Hér fyrir neðan má sjá belgísku landsliðsmennina tjá sig um atburði morgunsins inn á Twitter.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×