Körfubolti

Sjaldséður sigur hjá Lakers

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kobe fagnar í nótt.
Kobe fagnar í nótt. vísir/getty

Eftir að hafa tapað fjórum leikjum í röð náði LA Lakers að vinna leik í nótt.

Sigurinn þess utan óvæntur gegn Memphis. Kobe Bryant skoraði 20 stig í leiknum en sat á bekknum lokamínúturnar því Byron Scott, þjálfari Lakers, vildi sjá hvernig ákveðnir leikmenn stæðu sig undir pressu. Þeir stóðust prófið að þessu sinni.

Jordan Clarkson skoraði 22 stig fyrir Lakers og Brandon Bass skoraði 18.

Lakers er nú búið að vinna 15 leiki í vetur en tapa 55. Það er næstlélegasti árangur deildarinnar en Philadelphia hefur aðeins unnið níu leiki.

Úrslit:

Brooklyn-Charlotte  100-105
New Orleans-Miami  99-113
Oklahoma-Houston  111-107
LA Lakers-Memphis  107-100

Staðan í deildinni.

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira