Enski boltinn

Sterling frá í allt að átta vikur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sterling missir af næstu leikjum City.
Sterling missir af næstu leikjum City. vísir/getty

Enski landsliðsmaðurinn Raheem Sterling verður frá næstu 6-8 vikurnar vegna nárameiðsla.

Sterling meiddist í nágrannaslag Manchester City og Manchester United á sunnudaginn og fór af velli í fyrri hálfleik.

Svo gæti farið að Sterling spili ekki meira með á tímabilinu. Ef hann verður frá í átta vikur missir hann af lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar sem fer fram 15. maí næstkomandi. Þá er þátttaka hans á EM í Frakklandi í sumar í hættu en Roy Hodgson velur lokahópinn fyrir mótið 12. maí.

Sjá einnig: Fátækleg frammistaða Manchester City á móti efstu liðunum

Stuðningsmenn City geta þó glaðst yfir því að markvörðurinn Joe Hart verður líklega ekki jafn lengi frá vegna kálfameiðsla og óttast var.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira