Enski boltinn

Sterling frá í allt að átta vikur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sterling missir af næstu leikjum City.
Sterling missir af næstu leikjum City. vísir/getty

Enski landsliðsmaðurinn Raheem Sterling verður frá næstu 6-8 vikurnar vegna nárameiðsla.

Sterling meiddist í nágrannaslag Manchester City og Manchester United á sunnudaginn og fór af velli í fyrri hálfleik.

Svo gæti farið að Sterling spili ekki meira með á tímabilinu. Ef hann verður frá í átta vikur missir hann af lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar sem fer fram 15. maí næstkomandi. Þá er þátttaka hans á EM í Frakklandi í sumar í hættu en Roy Hodgson velur lokahópinn fyrir mótið 12. maí.

Sjá einnig: Fátækleg frammistaða Manchester City á móti efstu liðunum

Stuðningsmenn City geta þó glaðst yfir því að markvörðurinn Joe Hart verður líklega ekki jafn lengi frá vegna kálfameiðsla og óttast var.Fleiri fréttir

Sjá meira