Innlent

Fólk slegið óhug í Brussel

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá Brussel.
Frá Brussel. Vísir/EPA

Daglegt líf Íslendinga heldur áfram í Brussel, sem forðast þó að notast við almenningssamgöngu sé það hægt. Una Sighvatsdóttir, fréttakona Stöðvar 2, er stödd í Brussel og rætt var við hana í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hún segir fáa vera á götunum í Brussel og ekki sé mikið líf að sjá.

Fjölmargir Íslendingar eru búsettir þar en enginn særðist í árásinni.

Una Sighvatsdóttir í Brussel. Vísir/Björn

„Íslendingar sluppu með skrekkinn, en það er náttúrulega þannig að flestir þekkja einhvern eða hafa tengingu við þetta. Fólk er slegið miklum óhug. En um leið er það þannig að daglegt líf heldur áfram. Þeir sem ég hef heyrt í eru að forðast það að fara í lestirnar og sleppa því, ef þeir geta, að nota almenningssamgöngur. Annars er fátt annað í boði en að halda áfram með sitt daglega líf,“ sagði Una.

Hægt er að hlusta á Unu hér að neðan.
Una og Björn Sigurðsson tökumaður munu halda áfram að flytja fréttir frá Brussel í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld og næstu daga. Í fréttatímanum í kvöld, klukkan 18:30 á Stöð 2 og Vísi, verður meðal annars fjallað ítarlega um neyðarfund innanríkis- og öryggismálaráðherra Evrópuríkjanna sem haldinn er í Brussel.

Hægt er að fylgjast með því nýjasta frá Brussel á Snapchati kvöldfréttanna, stod2frettir, og á Facebook-síðu kvöldfrétta Stöðvar 2.



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira