Innlent

Velkjast um í sjónum við Reynisfjöru

Samúel Karl Ólason skrifar
Börn sem voru að klifra í stuðlaberginu sluppu naumlega.
Börn sem voru að klifra í stuðlaberginu sluppu naumlega.

Þórir Kjartansson náði meðfylgjandi myndum í Reynisfjöru í gær. Hann segir nokkra ferðamenn hafa lent illa í því í þá stuttu stund sem hann hafi verið að taka myndir. Þá hafi börn verið að klifra í stuðlaberginu og sloppið naumlega frá því að lenda í sjónum.

„Þetta er endalaust vesen þarna,“ segir Þórir í samtali við Vísi.

Hann gerði stutt myndband úr myndskeiðum og myndum sem hann tók í gær.

Tveir menn sem Þórir fylgdust með fóru mjög nálægt sjónum og fengu mjög fljótt á sig öldu. Þeir sluppu þó vel.

„Það er oft eins og fólk sé alveg utan við sig. En þetta eru misstórir þessir sjóir og ég er ekkert hissa á því að fólki gangi illa að passa sig á þessu, sem að hafa kannski aldrei komið áður að sjó fyrir opnu hafi. Ég get ekki kallað það vitleysinga eins og margir gera.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira