Innlent

Slökkviliðið kallað út vegna tveggja bruna í Iðufelli

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Á báðum stöðum var kveikt í anddyri húsanna.
Á báðum stöðum var kveikt í anddyri húsanna. vísir/vilhelm

Allt tiltækt slökkvilið hefur verið kallað út vegna tveggja bruna í Iðufelli. Í báðum tilvikum var kveikt í andyri húsanna en þau eru númer fjögur og tíu.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði er einn dælubíll mættur á staðinn og fleiri á leiðinni. Sjónarvottur segir að vel hafi logað í póstkössum og inngangi annars hússins. Ekki er vitað hvort brunarnir tengist.

Uppfært 14.23 Búið er að ráða niðurlögum eldsins á báðum stöðum og er unnið að reykræstingu. Talsverður reykur er á stigagöngum húsanna en íbúar eru flestir inni í sínum íbúðum. 

Ekki eru taldar neinar líkur á öðru en að um íkveikju hafi verið að ræða á báðum stöðum en eldarnir kviknuðu með um mínútu millibili. Lögregla fer með rannsókn þess máls.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á vettvangi og náði meðfylgjandi myndum.Fleiri fréttir

Sjá meira