Innlent

Ekkert vesen á nýju vélinni

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Bombardier Q400 flugvélin yfir Reykjavík.
Bombardier Q400 flugvélin yfir Reykjavík. vísir/vilhelm
Rekstur fyrstu Bom­bardier Q400 flugvélar Flugfélags Íslands gengur vel, að sögn framkvæmdastjórans, Árna Gunnarssonar. Fyrr í mánuðinum þurfti að lenda vélinni á Keflavíkurflugvelli í stað Reykjavíkurflugvallar vegna bilunar í vængbörðum en að öðru leyti segir Árni hafa gengið ágætlega.

„Við höfum ekki lent í miklum seinkunum út af henni. Það var aðeins fyrst, dagana í kringum lendinguna í Keflavík, en ekki verið neitt um það undanfarið,“ segir Árni.

Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands.vísir/gva
Flugvélin er sú fyrsta sinnar gerðar sem Flugfélag Íslands tekur í notkun, en von er á tveimur öðrum, annarri um miðjan apríl og hinni í maí.

Flugvélarnar sem um ræðir voru kyrrsettar af flugfélaginu SAS árið 2007 vegna galla í lendingarbúnaði. „Það kom fram að það hefði verið ákveðinn galli í lendingarbúnaði við framleiðslu, en Good­year framleiðir búnaðinn. Hann var þá lagaður og það hefur ekki komið neitt sambærilegt upp síðan og ekki neitt vesen verið í tengslum við hann síðan þá. Það er ekkert sem við höfum áhyggjur af,“ segir Árni og bendir á að um 450 sams konar vélar séu í notkun í heiminum, meðal annars í Noregi og á Bretlandi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×