Fótbolti

Minningarstund í miðjum leik | Myndir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Knattspyrnugoðsagnarinnar Johan Cruyff var minnst í miðjum vináttulandsleik Hollands og Frakklands í Amsterdam í kvöld.

Cruyff lést í gær, 68 ára að aldri, eftir stutta baráttu við krabbamein. Honum hefur síðan víða verið minnst enda einn besti knattspyrnumaður sem uppi hefur verið.

Fyrir leikinn var einnig mínútuþögn til minningar um fórnarlömb hryðjuverkanna í Brussel fyrr í vikunni.

Þegar leikurinn var stöðvaður á 14. mínútu risu áhorfendur úr sætum og klöppuðu í eina mínútu, til minningar um Cruyff sem lék í treyju númer 14 á sínum ferli.

Sætið þar sem Cruyff sjálfur var vanur að sitja í á vellinum var hins vegar autt.

Þess má geta að borgaryfirvöld staðfestu í dag að það sé vilji þeirra að breyta um nafn Amsterdam Arena í nefna hann eftir Cruyff.


Tengdar fréttir

Johan Cruyff látinn

Hollenska knattspyrnugoðsögnin látin eftir baráttu við krabbamein. Hann var 68 ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×