Fótbolti

Franskur sigur í Amsterdam

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Frakkar fagna marki Oliiver Giroud í kvöld.
Frakkar fagna marki Oliiver Giroud í kvöld. Vísir/Getty

Frakkland vann Holland, 3-2, í vináttulandsleik liðanna í Amsterdam í kvöld.

Hlé var gert á leiknum á 14. mínútu til að minnast Johan Cruyff, sem lést í gær, eins og lesa má um hér.

Sjá einnig: Minningarstund í miðjum leik | Myndir

Antoine Griezmann kom Frökkum yfir strax á sjöttu mínútu með marki úr aukaspyrnu og Olivier Giroud tvöfaldaði forsytuna á þrettándu mínútu.

Hollendingar náðu þó að jafna metin með mörkum Luuk de Jong og Ibrahim Affelay í síðari hálfleik en jöfnunarmarkið kom á 86. mínútu.

Aðeins tveimur mínútum síðar náði hins vegar Blaise Matuidi að tryggja Frökkum sigur.

Nokkrir vináttulandsleikir fóru fram í kvöld. Ciaran Clark tryggði til að mynda Írum 1-0 sigur á Sviss en mark hans kom strax á annarri mínútu.

Úrslit kvöldsins:
Armenía - Hvíta-Rússland 0-0
Lúxemborg - Bosnía 0-3
Slóvakía - Lettland 0-0
Írland - Sviss 1-0
Holland - Frakkland 3-2Fleiri fréttir

Sjá meira