Fótbolti

Bakslag í undirbúningi Portúgals fyrir EM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir

Cristiano Ronaldo náði ekki að koma í veg fyrir 1-0 tap Portúgals í vináttulandsleik gegn Búlgaríu á heimavelli í kvöld.

Marcelinho skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik. Hann fékk sendingu inn í teig, sneri á Pepe og skoraði með góðu skoti.

Ronaldo hefði átt að jafna metin fyrir Portúgal í síðari hálfleik en Vladislav Stoyanov varði vítaspyrnu frá honum.

Portúgal var þó meira með boltann og fékk fleiri færi til að skora í leiknum en allt kom fyrir ekki.

Ísland og Portúgal eru saman í riðli á EM í Frakklandi og eigast við í fyrstu umferð riðlakeppninnar í St. Etienne þann 14. júní.
Fleiri fréttir

Sjá meira