Sport

Gunnar: Conor mun ekki tapa aftur fyrir Diaz

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty

Í næstu viku verður líklega tilknnt hver næsti andstæðingur Conor McGregor verður en eins og áður hefur verið greint frá er líklegt að Írinn muni næst berjast á UFC 200 í júlí.

Einnig er talið líklegt að McGregor muni mæta Bandaríkjamanninum Nate Diaz og fá þar með tækifæri til að hefna fyrir óvænt tap í bardaga þeirra fyrr á þessu ári.

Sjá einnig: Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið

McGregor hafði ekki tapað í fimmtán bardögum í röð og það var hans fyrsta síðan hann byrjaði í UFC-bardagadeildinni.

Gunnar Nelson er æfingafélagi McGregor og hefur ekki miklar áhyggjur af Íranum.

„Ég held að hann muni taka sinn tíma og vinna betur á honum,“ sagði Gunnar við enska fjölmiðla.

„Ég held að Diaz muni ekki ná til hans þegar Conor nær að spara sig og halda jafnvæginu góðu,“ sagði Gunnar sem hrósaði Diaz fyrir þrautsegju.

„Diaz er harður gaur og vanur bardagamaður. En Conor hefði átt að vinna hann og ég held að hann getur það ef hann tekur sér tíma til þess.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira