Lífið

Spilaðu körfubolta við félagana í gegnum Messenger

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Leikurinn er furðu ávanabindandi.
Leikurinn er furðu ávanabindandi. Skjáskot

Facebook er til margra hluta nytsamlegt, ekki síst þegar til þess að halda sambandi við sína nánustu. Með Messenger-smáforriti er svo hægt að tengja enn frekar með því að spjalla við vini og vandamenn í tíma og ótíma.

Forriturum Facebook finnst það þó greinilega ekki nóg og hafa því falið körfuboltaleik inn í Messenger-smáforritinu.

Leikurinn er einfaldur en furðu ávanabindandi og snýst um að skjóta körfubolta oftar ofan í körfuna en sá sem þú keppir við.

Það er ósköp einfalt að virkja leikinn. Þú hefur samtal við þann sem þú vilt keppa við í Messenger-smáforritinu. Því næst er körfubolta-emoji sendur á keppinautinn. Til þess að hefja leikinn er þrýst á körfuboltann og haldið inn í smástund, þá ætti leikurinn að birtast.

Nánari leiðbeiningar má finna í myndbandinu hér fyrir neðan. Einnig er hægt að spila skák í gegnum Messenger-smáforritið. Það eina sem þarf að gera til að virkja skákina er að hefja samtal við einhvern og skrifa @fbchess play, þá hefst taflið.

via GIPHYAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira