Innlent

40 tonn af grjóti hrundu úr klöpp á veg í Landsveit

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Mynd/Skúli Skúlason

Um 40 tonn af grjóti hrundu úr klöpp á veg í Landsveit. Þór Þorsteinsson segir þetta hafa gerst áður og að frostið sprengi klöppina og þegar frostið fari, þá falli bergið. Vegurinn liggur um Réttarnes og niður að Jarlsstöðum.

„Vegur lokaðist þarna á sama stað 29. maí 2008 í Suðurlandsskjálftanum. Þá komum við fjölskyldan að því og þurftum að ná í vinnuvél til að opna veginn. Ég veit ekki hvenær þetta gerðist núna en grjóthrunið uppgötvaðist í fyrradag,“ segir Þór.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira