Innlent

40 tonn af grjóti hrundu úr klöpp á veg í Landsveit

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Mynd/Skúli Skúlason

Um 40 tonn af grjóti hrundu úr klöpp á veg í Landsveit. Þór Þorsteinsson segir þetta hafa gerst áður og að frostið sprengi klöppina og þegar frostið fari, þá falli bergið. Vegurinn liggur um Réttarnes og niður að Jarlsstöðum.

„Vegur lokaðist þarna á sama stað 29. maí 2008 í Suðurlandsskjálftanum. Þá komum við fjölskyldan að því og þurftum að ná í vinnuvél til að opna veginn. Ég veit ekki hvenær þetta gerðist núna en grjóthrunið uppgötvaðist í fyrradag,“ segir Þór.
Fleiri fréttir

Sjá meira