Innlent

Rafmagnslaust í Fossvogi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Um bilun er að ræða en ekki liggur fyrir hvenær rafmagn kemst á að nýju.
Um bilun er að ræða en ekki liggur fyrir hvenær rafmagn kemst á að nýju. Vísir/Vilhelm
Rafmagn fór af Fossvoginum fyrr í kvöld. Á heimasíðu Veitna kemur fram að um bilun sé að ræða. Líklegt er talið að háspennustrengur í jörðu hafi gefið sig og er unnið að því að leita að biluninni. Ekki verður hægt að koma rafmagni á fyrr en að bilunin finnst en um leið og það gerist ætti ekki að taka langan tíma að koma rafmagni á.

Er fólki bent á að slökkva á þeim rafmagnstækjum, sem ekki slökkva á sér sjálf og geta valdið tjóni þegar rafmagn kemur á að nýju.

Það á sérstaklega við um eldavélar, mínútugrill og fleiri hitunartæki. Eins er fólki ráðlagt að slökkva á viðkvæmum tækjum á borð við sjónvörp.

Fólki er einnig ráðlagt að hafa kæli- og frystiskápa ekki opna lengur en þörf krefur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×