Erlent

Nota DNA til þess að komast að hlutverki Fayçal Cheffou í hryðjuverkunum í Brussel

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Lögreglan gengur út frá því að Cheffou sé maðurinn í hvíta jakkanum sem sást á flugvellinum í Brussel
Lögreglan gengur út frá því að Cheffou sé maðurinn í hvíta jakkanum sem sást á flugvellinum í Brussel Vísir/YOUTUBE

Rannsakendur hryðjuverkanna í Brussel nýta sér aðstoð DNA til þess að komast nákvæmlega að því hvert hlutverk Faycal Cheffou hafi verið í hryðjuverkunum í Brussel í síðustu viku. Hann hefur verið ákærður fyrir þátt sinn í hryðjuverkunum.

Því hefur verið haldið fram að Cheffou sé maðurinn í hvíta jakkanum á mynd sem lögregla dreifði eftir árásirnar á Zaventem-flugvellinum í Brussel. Þar sést maður í hvítum jakka við hlið bræðranna Ibrahim el-Bakraoui og Najim Laachraoui sem sprengdu sjálfa sig í loft upp á flugvellinum.

Belgísk yfirvöld hafa ekki viljað staðfesta það en aðili kunnugur rannsókn málsins segir að lögregla vinni út frá því að Cheffou sé maðurinn í hvíta jakkanum og að lögregla noti nú DNA til þess að komast að því nákvæmlega hvert hlutverk Cheffou hafi verið.

Ekki hefur fengið staðfest hvort að Faycal sé í raun og veru maðurinn í hvíta jakkanum

Varð æ róttækari með aldrinum
Cheffou, 31 árs gamall Belgi, sat í fangelsi þegar hann var átján ára fyrir aðild að morði. Varð hann æ róttækari með aldrinum. Höfðu góðgerðarsamtök í Brussel bent lögreglyfirvöldum á síðasta ári á að Cheffou væri að reyna að fá flóttamenn til liðs við sig.

Borgarstjóri Brussel, Yvan Mayer, segir að yfirvöld hafi margsinnis haft afskipti af honum er hann var að reyna að fá unga menn til þess að ganga til liðs við róttæka öfgamenn í Brussel.

Rannsókn hryðjuverkanna heldur áfram og lét lögreglan í Belgíu til skarar skríða í Brussel, Mechelen og Duffel á sunnudagmorgun. Níu einstaklingar sem lögreglan telur tengda hryðjuverkum voru færðir til yfirheyrslu en fimm af þeim var seinna sleppt úr haldi.


Tengdar fréttir

Fleiri árásir voru í bígerð

Fjöldi manns hefur verið handtekinn í Belgíu, Frakklandi og Þýskalandi í tengslum við rannsókn lögreglu á árásunum í Brussel fyrr í vikunni. Einn var tekinn með sprengibúnað á sporvagnsstöð í Brussel.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira