Viðskipti erlent

Mikilla breytinga að vænta með nýjum iPhone

Sæunn Gísladóttir skrifar
iPhone 7S plús verður líklega með stærri skjá en iPhone 6S sem hér má sjá en hann er með 5,5 tommu skjá.
iPhone 7S plús verður líklega með stærri skjá en iPhone 6S sem hér má sjá en hann er með 5,5 tommu skjá. Vísir/Getty

iPhone 7S sem væntanlegur er árið 2017 mun líklega vera með glerhjúp, vera léttari og styðjast við þráðlaust hleðslutæki og heyrnartól. Þessu spáir Ming-Chi Kuo, greiningaraðili hjá KGI Securities, sem hefur reynst sannspár um hvað er í vændum hjá Apple.

Samkvæmt spám Kuo mun iPhone 7S síminn verða með glerhjúp eins og iPhone 4 og 4S voru með sem mun gera símann léttari. Skjárinn á stærri útgáfu símans, 7S plus, mun verða 5,8 tommur í stað 5,5 tomma. Apple mun losa sig við innstungu fyrir heyrnartól og hleðslutæki til að gera símann þynnri og í staðinn munu notendur þurfa að styðjast við þráðlaus tæki.

Kuo spáir því einnig að Apple muni bæta við andlitsþekkingartækni í nýja símann sem getur aukið öryggi umfram þumalfaratæknina sem iPhone 6 og 6S styðjast við. Kuo spáir þessum breytingum fyrir þar næstu gerð af iPhone en hins vegar er líklegt að eitthvað af þessari tækni muni finnast í nýjustu gerðinni, iPhone 7, sem væntanleg er í haust.

Fréttin birtist fyrst Fréttablaðinu 29. marsAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
1,68
9
253.300
N1
1,61
12
174.204
HAGA
0,75
7
85.660
SKEL
0,65
3
31.425
ICEAIR
0,61
31
344.301

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
-1,62
5
112.403
EIM
-0,19
12
368.844
REITIR
-0,11
5
92.369
ORIGO
0
1
10.880
SJOVA
0
1
1.740