Erlent

Fidel Castro ekki hrifinn af heimsókn Obama

Bjarki Ármannsson skrifar
Fidel Castro (t.v.) ræðir við bróður sinn, Raul, árið 2011.
Fidel Castro (t.v.) ræðir við bróður sinn, Raul, árið 2011. Vísir/AFP
Fidel Castro, fyrrverandi forseti Kúbu, hefur rofið þögn sína um heimsókn Barack Obama Bandaríkjaforseta til landsins. Castro segir í grein sem birtist í ríkisdagblaðinu Granma að Kúba þurfi ekki á neinum gjöfum frá „heimsveldinu“ Bandaríkjunum að halda og segir sáttarræður Obama „væmnar.“

Heimsókn Obama markar mikil tímamót í sögu samskipta Kúbu og Bandaríkjanna, sem hafa eldað grátt silfur saman í rúma hálfa öld. Bandaríkjamenn komu á viðskiptabanni við Kúbu eftir að Castro komst til valda á sjötta áratug síðustu aldar en samband ríkjanna hefur batnað til muna eftir að Raul Castro, bróðir hans, tók við stjórn landsins árið 2008.

Obama hefur í heimsókn sinni meðal annars lagt til að viðskiptabanninu verði aflétt og segist vilja „grafa“ síðustu leifar Kalda stríðsins í landinu.

Castro er þó nokkuð harðorður í garð Bandaríkjaforsetans í grein sinni, sem er um 1500 orð að lengd, og minnir meðal annars á tilraun Bandaríkjamanna til að steypa honum af stóli árið 1961. Hann leggur til að Obama myndi sér „engar kenningar“ um kúbversk stjórnmál.


Tengdar fréttir

Opinskár fundur á Kúbu

Barack Obama Bandaríkjaforseti ræddi mannréttindamál við Raul Castro, ­forseta Kúbu, í gær. Meirihluti Bandaríkjamanna styður bætt samskipti ríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×