Körfubolti

Hvað er í húfi í kvöld?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur.
Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur. vísir/vilhelm

Auk rimmu Stjörnunnar og Keflavíkur um annað sæti deildarinnar kemur í ljós í kvöld hvort Snæfell eða Grindavík verður síðasta liðið inn í úrslitakeppnina.

Bæði lið eru með sextán stig en ef liðin verða jöfn að stigum eftir leikina í kvöld mun Snæfell fara áfram þar sem að liðið vann báða leiki sína gegn Grindavík í vetur.

Snæfellingar leika gegn sterku liði Þórs í Þorlákshöfn en Grindvíkingar taka á móti Njarðvík á heimavelli. Öruggt er að Njarðvík endar í sjöunda sæti deildarinnar og hefur liðið því ekki að neinu að keppa.

Þór og Tindastóll eru jöfn að stigum í 5. og 6. sæti og skipta því leikir liðanna í kvöld miklu. Stólarnir mæta FSu á útivelli, en FSu og Höttur eru bæði fallin.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira