Sport

Sjáðu þjálfara Diaz stýra honum til sigurs: „Þú ert tilbúinn til að deyja en ekki hann“

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Nate Diaz var maðurinn sem náði að stöðva írska vélbyssukjaftinn og Íslandsvininn Conor McGregor í UFC síðastliðna helgi, en Diaz batt enda á fimmtán bardaga sigurgöngu hans með hengingartaki í annarri lotu.

Vísir er búinn að klippa hljóðið frá þjálfurum Nate eða úr „horni“ hans yfir bardagann, en það gefur skemmtilega innsýn inn í hvernig þjálfarar Diaz stýrðu honum til sigurs.

Sjá einnig:Diaz hrósar Conor: Mér finnst hann frábær

„Reyndu að grípa spörkin hans og reyndu að negla einni fastri vinstri þegar hann hallar sér að þér,“ sögðu þeir við Diaz í pásunni á milli fyrstu og annarrar lotu, en þar hefst myndbandið.

„Gríptu þessi spörk, Nate,“ öskra þeir svo þegar Conor byrjar að sparka í annarri lotu. „Passaðu þessar beinu vinstri og gríptu spörkin. „Passaðu þig Nate og reyndu að ná honum niður þegar þið læsist saman. Kýldu á móti, Nate,“ kalla þjálfararnir.

Um miðja lotuna sá Conor að högg hans voru ekki að skila miklu og fór Írinn þá að verða þreyttur. Þessu tóku þjálfarar Diaz vitaskuld eftir.

Sjá einnig:Conor ætlar að þagga niður í Aldo: „Meistarar fagna ekki sigri annars manns“

„Nú er þetta að ganga, Nate. Koma svo. Hann er að verða þreyttur. Þú ert sterkari en hann Nate. Þú hefur stærra hjarta. Notaðu stungurnar,“ kölluðu þeir. „Þetta er lagið, maður, komdu honum niður. Hann er meiddur!“

„Þú ert tilbúinn til að deyja en ekki hann. Þú ert búinn Conor. Þú ert búinn, vinur! Þú ert að brotna, Conor!“

Eðli málsins samkvæmt urðu menn svo ansi ánægðir þegar Diaz afgreiddi Conor, en rétt er að benda á að orðbragð þjálfaranna er oft á tíðum ekki smekklegt. Myndbandið má sjá í spilaranum hér að ofan.

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×