Enski boltinn

Lukaku sá um Chelsea og skaut Everton áfram í bikarnum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Diego Costa, framherji Chelsea.
Diego Costa, framherji Chelsea. vísir/getty

Everton vann frábæran sigur,2-0, á Chelsea í ensku bikarkeppninni í dag en leikurinn fór fram á Goodison Park.

Romelu Lukaku skoraði bæði mörk Everton í leiknum en hann var um tíma leikmaður Chelsea og þótti ekki nægilega góður til að vera þar áfram.

Lukaku hefur blómstra í liði Everton síðan hann gekk til liðs við félagið frá Chelsea og er ljóst að Chelsea saknar hans.

Chelsea er því úr leik í bikarnum og liðið féll úr leik í Meistaradeild Evrópu í vikunni.

Lukaku kemur Everton í 1-0

Lukaku kemur Everton í 2-0Fleiri fréttir

Sjá meira