Sport

Stórkostlegt myndband af Conor og Conan að spila UFC2

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Það er venjulega létt stemning er Conor McGregor heimsækir spjallþáttastjórnandann Conan O'Brien.

O'Brien er af írskum ættum og nýtir sér til það hins ítrasta til að tengjast írska bardagamanninum.

Er McGregor kom síðast í heimsókn þá spiluðu þeir félagarnir tölvuleikinn UFC2 sem er að koma út.

Framleiðendur leiksins höfðu sett Conan O'Brien í leikinn og hann steig inn í búrið með McGregor.

Útkoman var stórkostleg eins og sjá má hér að ofan.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira