Handbolti

Þjálfari Arons tekur við Ungverjum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sabate á hliðarlínunni með Veszprém.
Sabate á hliðarlínunni með Veszprém. vísir/getty

Ungverjar eru búnir að finna arftaka Talant Dujshebaev hjá karlalandsliðinu.

Þeir eru nefnilega búnir að semja við Xavi Sabate sem þjálfar meistara Veszprém. Aron Pálmarsson leikur með félaginu. Það kemur því Spánverji fyrir Spánverja hjá Ungverjum.

Þessi vetur hefur heldur betur verið afdrifaríkur í lífi Sabate.

Hann byrjaði veturinn sem aðstoðarþjálfari Veszprém. Tók svo við tímabundið í september er Antonio Carlos Ortega var rekinn. Hann fékk svo fulla ráðningu eftir áramót.

Nú er hann líka orðinn landsliðsþjálfari þannig að það er nóg að gera hjá honum.
Fleiri fréttir

Sjá meira