Erlent

Ummæli gætu kostað fylgi hinsegin fólks

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Clinton við útför Nancy Reagan.
Clinton við útför Nancy Reagan. vísir/epa

Hillary Clinton, sem er í harðri baráttu við Bernie Sanders um að verða forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, hefur beðist afsökunar á ummælum sem hún lét falla um Nancy Reagan fyrir skemmstu. Talið er að ummælin gætu haft það í för með sér að Clinton tapi fylgi hjá hinsegin fólki en í gegnum tíðina hafa þau verið einn dyggasti stuðningshópur hennar.

Nancy Reagan, fyrrum forsetafrú, lést síðustu helgi 94 ára að aldri. Útför hennar fór fram í gær og var Clinton meðal gesta. Í viðtali við á meðan útförinni stóð hrósaði Clinton, sem eitt sinn var einnig forsetafrú, stöllu sinni fyrir að baráttu hennar í málefnum sem tengjast Alzheimer-sjúkdómnum auk baráttu hennar gegn byssueign. Hún bætti síðan um betur og hrósaði henni fyrir framgöngu sína í baráttunni gegn alnæmi. Athygli vakti að forsetaframbjóðandinn minntist þátt Reagan óspurð.

„Það gæti verið að fólk muni ekki hver erfitt það var fyrir fólk að tala um HIV og alnæmi á níunda áratugnum. Það er meðal annars henni og eiginmanni hennar, og þá fyrst og fremst henni, að við hófum umræðu um vandamálið á landsvísu,“ sagði Clinton í viðtali við MSNBC.

Hinsegin fólk og baráttufólk fyrir réttindum HIV-smitaðra muna hins vegar söguna á annan hátt. Reagan hjónin, Nancy og Ronald, hefur báðum verið hallmælt sökum þess hve langan tíma það tók þau að viðurkenna vandann en það var fyrst gert í ræðu af forsetanum árið 1987.

Ummæli Clinton vöktu upp hörð viðbrögð og baðst hún afsökunar á þeim fáum klukkustundum eftir að hún lét þau falla.


Tengdar fréttir

Óvænt úrslit í Michigan opna allt upp á gátt

Trú manna á skoðanakönnunum í forkosningum bandarísku flokkanna hefur minnkað nokkuð, eftir að óvæntustu úrslit síðustu áratuga urðu á þriðjudaginn. Sanders hafði þá betur á móti Clinton.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira