Enski boltinn

Rooney gæti verið enn lengur frá vegna meiðsla

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rooney í leik með United.
Rooney í leik með United. Vísir/Getty

Wayne Rooney, fyrirliði Manchester United, virðist vera glíma við einhverskonar bakslag í sinni endurhæfingu og gæti verið frá í einn mánuð til viðbótar við það sem upphaflega hafði verið greint frá vegna meiðsla á hné.

Þessi 30 ára leikmaður meiddist þegar liðið tapaði fyrir Sunderland í síðasta mánuði og gæti verið lengra í hann en fyrirhugað var.

Upphaflega var talið að Rooney myndi snúa til baka undir lok mars en mögulega verður hann enn lengur frá. Þetta kemur fram á vef The Independent.

Það er því bara spurning hvort hann nái aðeins lokakaflanum á tímabilinu með United.Fleiri fréttir

Sjá meira