Innlent

Gestir á afmælishátíð ASÍ muna tímana tvenna

Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar
Ekki voru allir ánægðir með frammistöðu verkalýðshreyfingarinnar. Hallmann Óskarsson hefur ekki efni á að hætta að vinna en ætti að vera kominn á eftirlaun.
Ekki voru allir ánægðir með frammistöðu verkalýðshreyfingarinnar. Hallmann Óskarsson hefur ekki efni á að hætta að vinna en ætti að vera kominn á eftirlaun. Vísir

Fjörutíu stunda vinnuvika, veikindaréttur, slysabætur, kjarasamningar, félagslegt húsnæði og lífeyrismál. Þetta eru réttindi sem við teljum sjálfsögð, en eru það ekki. Það þurfti að hafa fyrir þeim. Í dag fagnar Alþýðusambandið hundrað ára afmæli. Blaðamaður lagði leið sína í Hörpu og þangað voru margir mættir sem muna tímana tvenna.

Streð með kaup og kjör
Sjöfn Ingólfsdóttir segir róttækar breytingar hafa breytt lífsgæðum fólks til muna. „Ég held að mesta breytingin felist í tilkomu lífeyrissjóðanna sem urðu stórir. Annars er það svo ótal margt, ef við horfum til vökulaganna, fræðslunnar, og svo er auðvitað þetta endalausa streð með kaup og kjör,“ sagði Sjöfn.

Sjöfn Ingólfsdóttir segir róttækar breytingar hafa breytt lífsgæðum fólks til muna. Vísir

Vann frá fimm á morgnana til tíu á kvöldin
Skúli G. Nordal háði harða baráttu við vinnuveitendur sína á yngri árum. „Ég vann hjá Ísbirninum og þá vann ég frá fimm á morgnana til tíu á kvöldin á engum launum. Pabbi var í Dagsbrún og þar var ég líka. Svo þegar ég fékk ekki atvinnuleysisbætur árið 1969, þá skrifaði pabbi Gvendi Jaka bréf með rauðum penna og hann kippti í spotta svo ég fékk bætur greiddar ellefu vikur aftur í tímann.“

Hefur ekki efni á því að fara á eftirlaun og vinnur tíu tíma á dag
Ekki voru allir ánægðir með frammistöðu verkalýðshreyfingarinnar. Hallmann Óskarsson hefur ekki efni á að hætta að vinna en ætti að vera kominn á eftirlaun. Hann segist hreinlega ekki hafa efni á því.

„Ég vinn enn þá tíu tíma á dag í vörubílaakstri. Eftirlaunin eru ekki neitt til að lifa af. Ég held að þessir fuglar ættu að prófa sjálfi rað fara út á vinnumarkaðinn. Í rauninni ætti að skylda þessa menn til að fara að vinna í eitt ár á þessum launum, sagði Hallmann.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira