Handbolti

Myndasyrpa úr leik Íslands og Sviss

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Stelpurnar fagna í leikslok.
Stelpurnar fagna í leikslok. vísir/ernir

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik vann sinn fyrsta leik í undankeppni EM í dag.

Þá tóku stelpurnar á móti liði Sviss. Þetta var hörkuleikur. Miklar sveiflur, flott tilþrif og mistök í bland. Íslenska liðið fékk fjölmörg tækifæri til að ganga frá leiknum en geymdi það þar til í blálokin. Þær unnu að lokum eins marks sigur, 20-19.

Ísland tapaði gegn Sviss á dögunum en náði þarna fram hefndum. Stelpurnar eiga örlitla möguleika á að fara áfram en þurfa þá hagstæð úrslit gegn geysisterkum liðum Þýskalands og Frakklands.

Hér að ofan má sjá myndir úr leik dagsins sem Ernir Eyjólfsson tók.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira