Fyrstu myndirnar af Kylie Jenner fyrir Puma

15. mars 2016
skrifar

Kylie Jenner birti um helgina fyrstu myndirnar úr auglýsingaherferð hennar fyrir íþróttamerkið Puma, auk þess sem hún verður talskona fyrir merkið.

Auglýsingaherferðin fyrir vor og sumarlínuna verður birt í apríl.

Það að hún hafi skrifað undir samning við Puma fór misvel í Kardashian/Jenner fjölskylduna, en eins og langflestir vita þá er mágur hennar Kanye West er að hanna línu sína Yeezy í samstarfi við Adidas.

Lét hann skoðun sína í ljós á twitter í febrúar þar sem hann sagði að Puma gæti ekki splittað fjölskyldunni. Glamour/PumaSnapchat