Innlent

Elín Sigfúsdóttir afplánar í fangelsinu á Akureyri

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Elín Sigfúsdóttir í Héraðsdómi Reykjavíkur ásamt lögmanni sínum.
Elín Sigfúsdóttir í Héraðsdómi Reykjavíkur ásamt lögmanni sínum. vísir/gva

Elín Sigfúsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans, sem dæmd var í fangelsi vegna Ímon-málsins svokallað hefur hafið afplánun í fangelsinu á Akureyri.

Eftir því sem Vísir kemst næst hóf Elín afplánun um miðjan febrúar en í fangelsinu á Akureyri eru nú tíu fangar, sex konur og fjórir karlar.

Fangelsið á Akureyri er lokað fangelsið, eins og Litla-Hraun og Hegningarhúsið. Ekki er vitað hvers vegna Elín afplánar á Akureyri, en ekki til dæmis á Kvíabryggju sem er opið fangelsi, en samkvæmt heimildum Vísis hefði það komið til greina. Á Kvíabryggju afplána nokkrir aðrir fyrrverandi stjórnendur stóru bankanna fyrir hrun fangelsisdóma, þar á meðal Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson og Birkir Kristinsson.

Elín var í október síðastliðnum dæmd í Hæstarétti í 18 mánaða fangelsi vegna Ímon-málsins en auk hennar voru þeir Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, og Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar bankans, sakfelldir. Hlaut Sigurjón þriggja og hálfs árs langan dóm og Steinþór níu mánaða dóm.


Tengdar fréttir

Imon-málið: Sigurjón og Elín sýknuð

Dómsuppsaga í Imon-málinu var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur en Sigurjón Þ. Árnason og Elín Sigfúsdóttir voru bæði sýknuð. Steinþór Gunnarsson var aftur á móti dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af hálft ár á skilorði.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira