Lífið

Amber Rose frelsaði geirvörtuna

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Stefnir á að halda aðra druslugöngu í Los Angeles.
Stefnir á að halda aðra druslugöngu í Los Angeles. Mynd/Twitter-DaRealAmberRose

Fyrirsætan, rithöfundurinn og kvenréttindafrömuðurinn Amber Rose birti í dag mynd á Twitter-síðu sinni af frelsaðri geirvöru sinni til stuðnings #freethenipple hreyfingunni.

Hefur Amber Rose barist ötullega fyrir jafnrétti kynjanna og hélt hún druslugöngu í Los Angeles á síðasta ári við góðar undirtektir, stefnir hún á að endurtaka leikinn á þessu ári.

Bætist Amber Rose því í hóp íslenskra jafnréttissinna sem barist hafa fyrir jafnrétti kynjanna með svipuðum aðferðum.

Var sérstakur #freethenipple dagur haldinn á síðasta ári þar sem íslenskir jafnréttissinnar risu upp til stuðnings nemenda í Verzlunarskólanum sem gagnrýnd hafði verið fyrir birta mynd af sér á Twitter ber að ofan.

Þá hefur verið haldin Drusluganga hér á landi undanfarin fimm ár og var sú síðasta sérstaklega vel sótt, vakti hún athygli langt fyrir utan landsteinana.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.