Körfubolti

"Þetta er svakalega fallegt" | Sjáðu þegar Haukur varði skot frá Coleman

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Haukur Helgi Pálsson átti flottan leik þegar Njarðvík vann þriggja stiga sigur, 62-65, á Stjörnunni í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla í körfubolta í kvöld.

Haukur skoraði 20 stig, tók átta fráköst og gaf fjórar stoðsendingar í leiknum. Hann varði auk þess tvö skot en annað þeirra var í glæsilegri kantinum.

Um miðbik 4. leikhluta keyrði Al'lonzo Coleman einu sinni sem oftar upp að körfu Njarðvíkinga. Þar tók Haukur á móti Bandaríkjamanninum og lamdi skot hans í burtu með miklum tilþrifum. Frábær varnarleikur hjá Hauki.

Atvikið má sjá í spilaranum hér að ofan í magnaðri lýsingu Guðmundar Benediktssonar og Svala Björgvinssonar.


Tengdar fréttir

Atkinson: Haukur er bara einhver guð

"Þessi leikur snérist að öllu leyti um varnarleik,“ segir Jeremy Atkinson, leikmaður Njarðvíkur, eftir sigurinn en hann gerði 18 stig í kvöld.
Fleiri fréttir

Sjá meira