Körfubolti

"Þetta er svakalega fallegt" | Sjáðu þegar Haukur varði skot frá Coleman

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Haukur Helgi Pálsson átti flottan leik þegar Njarðvík vann þriggja stiga sigur, 62-65, á Stjörnunni í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla í körfubolta í kvöld.

Haukur skoraði 20 stig, tók átta fráköst og gaf fjórar stoðsendingar í leiknum. Hann varði auk þess tvö skot en annað þeirra var í glæsilegri kantinum.

Um miðbik 4. leikhluta keyrði Al'lonzo Coleman einu sinni sem oftar upp að körfu Njarðvíkinga. Þar tók Haukur á móti Bandaríkjamanninum og lamdi skot hans í burtu með miklum tilþrifum. Frábær varnarleikur hjá Hauki.

Atvikið má sjá í spilaranum hér að ofan í magnaðri lýsingu Guðmundar Benediktssonar og Svala Björgvinssonar.


Tengdar fréttir

Atkinson: Haukur er bara einhver guð

"Þessi leikur snérist að öllu leyti um varnarleik,“ segir Jeremy Atkinson, leikmaður Njarðvíkur, eftir sigurinn en hann gerði 18 stig í kvöld.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira